Beint á efni síðunnar

Umsjón með Windows 7

 

Microsoft Windows 7 stýrikerfi

Windows 7 er með ágætan innbyggðan eldvegg. Að öllu jöfnu búa innviðir Windows 7 og Vista yfir betri öryggisþáttum en fyrirrennarar þeirra. Góð öryggisafritun fylgir kerfinu. Ekki er til íslenskt viðmót fyrir stýrikerfið þegar þetta er skrifað.

Góð ráð

Hér eru dæmi um ráðlagða umsjón með Windows 7

 • Í Security í Action Center þarf að athuga hvort ekki séu allir þættir stilltir á "On", nema við "Network Access Protection" sem er ætlað tölvum fyrirtækja.
  Slóð (enska) : Start> Control Panel> System and Security> Action Center> Security
 • Í notendareikningum (User Accounts) er hægt að stofa meðlimi fjölskyldunnar sem venjulega notendur (Standard User). Þeim eru gefin lykilorð sem þeir geta breytt hver fyrir sig.
  Slóð (enska) : Start> Control Panel> User Accounts and Family Safety> User Accounts> Manage Accounts> Create New Account
 • Ágætt er að nýta sér fyrri sjálfvirka endurheimtu kerfis (System Restore Point) ef innsetning forrita eða rekla (Drivers) veldur vandræðum við innsetningu þeirra. Með þessu er vélin færð í fyrri stöðu. Hafið í huga að möguleiki á tiltekinni endurheimtu er ekki til staðar nema í nokkra daga eftir að viðkomandi breyting var gerð á kerfinu.
  Slóð (enska) : Start> Control Panel> System and Security> System> Advanced System Protection> System Protection> System Restore

 • 2-3 sinnum á ári er gott að gera svokallað kerfisafrit "System Image" af tölvunni. Það er nákvæmt afrit af öllum harða disknum sem má nota ef hann skemmist. Ekki er hægt að endurheimta einstakar skrár á þennan hátt. Að auki er því nauðsynlegt að gera reglulega afrit af öllum notendaskrám, svo sem skjölum, myndum tónlist o.fl. Það er gert með"Set up backup" og má endurheimta stakar skrár frá afritunni. Dæmi um ferli er að taka "System Image" 1-2 sinnum á ári en afrit af notendaskrám t.d viku- eða mánaðarlega eftir aðstæðum. Í dag er auðveldast að gera afrit yfir á laustengda diska gegnum USB eða sambærilegt. Langbest er að geyma öryggisafritin fjarri heimilinu, t.d. í bankahólfi eða hjá vinum ef við innbrot yrði stolið bæði tölvu og afritunargögnunum.
  Slóð (enska) : Start> Control Panel> System and Security> System
 • Að lokum er æskilegt að losa reglulega um diskpláss á harða disknum(Free up Disk Space) og endurraða gögnum hans (Defragment your hard drive).
  Slóð (enska) : Start> Control Panel> System and Security

Leita