Beint á efni síðunnar

Umsjón með Macintosh OS X

Mac stýrikerfið á upphaflega rætur að rekja til Unix stýrikerfa svipað og Linux kerfin. Unix kerfin eru þekkt fyrir rekstraröryggi og öryggi gegn innbrotum o.fl. Samt sem áður er það sammerkt með öllum þessu stýrikerfum, að huga þarf vel að öryggisþáttum til að virkja öryggi þeirra sem best. Mac OS X er vissulega notendavænt stýrikerfi en goðsögnin um að það sé alfarið áhættulaust, stenst ekki alveg. Hér er eingöngu einblínt á Mac OS X Tiger og Mac OS X almennt, en ekki eldri Mac stýrikerfi sem við mælum með að séu uppfærð í OS X til að halda betra öryggisstigi.

Við mælum eindregið með notendur kanni hjá þjónustuaðila sínum hvort eldveggur í netbeini sé ekki virkur og vandlega stilltur, eins og honum ber að afhenda hann skv.3. lið í 22. gr. í reglum Póst- og fjarskiptastofnunar. - Hið sama gildir um góðar öryggisráðstafanir í þráðlausum aðgangs punkti netbeinisins. 

Góð ráð
 • Mac vélar krefjast ekki traustra aðgangsorða. Þess vegna er það undir notandanum komið að temja sér slíkt og breyta reglulega. Styðjast má við "hjálp við aðgangsorð" (Password Assistant) í OS C Tiger.
 • Ef Makkinn þinn er notaður af fleirum en þér einum, þarf svipað og í Windows og Linux stýrikerfum, að skilgreina þá notendur sérstaklega með notendakenni, aðgangsorð og aðgangsréttindi. Með þessu móti verða gögnin þeirra aðskilin frá gögnum annarra notenda, og sömuleiðis fá þeir ekki aðgang að öryggisstillingum vélarinnar. Leiðin að þessu er að velja System Preferences” og smella á “Accounts”. Best er að fylgja leiðbeiningunum sem þar birtast við að skilgreina nýja notendur og réttindi þeirra, svo og takmörkun á hvað viðkomandi getur sótt á Netið (Parental Controls).
 • Æskilegt er að virkja nýjar öryggisstigbætur og stýrikerfisuppfærslur um leið og þær standa til boða á vefnum hjá Apple. Kannaðu hvort nýjar uppfærslur eru til reiðu með því að velja “System Preferences”, “Software Update” og “Check Now”.
 • Kannaðu ennfremur hvort ekki sé örugglega merkt við “Daily” í “Check for updates”. Það tryggir nýjar uppfærslur, en einvörðungu ef þú ert skráður inn sem stjórnandi vélarinnar (administrator).
 • Hægt er að velja og hala niður öðrum stig- og endurbótum frá Apple
 • Það er góð regla að kanna einnig uppfærslur frá þriðja aðila t.d. Microsoft.
 • Eldveggurinn þjónar því hlutverki að hefta utanaðkomandi aðgang að Mac tölvunni þinni. Opnaðu “System Preferences” og ýttu á “Sharing”. Veldu ”Firewall” og ”Start”. Þumalputtareglan er sú að því færri samskiptatengingar sem þú leyfir að utan, því öruggari verður tölvan þín. Sama á við um margs konar virka þjónustu, svo sem skráamiðlun.
 • Þar sem Mac OS X og Linux er runnin undan Unix stýrikerfum, þá erfa þau þann kost Unix kerfa að vera mun ónæmari gegn hvers konar spilliforritum (t.d. veirum) en flest önnur stýrikerfi. Þótt áhættan sé lítil, er hún samt sem áður fyrir hendi og full ástæða til notkunar veiruvarna, t.d. frá: Sophos anti-virus for Mac, McAfee Virexeða Intego VirusBarrier.
 • Það er áríðandi að taka reglulega afrit af mikilvægum skjölum og skrám. Flestar Macintosh vélar eru með innbyggða geisladiska-skrifara sem henta ágætlega við afritun. Ennfremur er hægt að nýta iDisk við að taka afrit á Netinu. Skrárnar eru dregnar yfir á iDiskinn eða geisladiskinn. Í leiðinni má nefna að áskrift að .Mac innifelur aðgang að afritunarhugbúnaði.
 • Í upphafi er rótaraðgangur óvirkur. Ekki ætti undir neinum kringumstæðum að virkja hann.
 • Hægt er að sía út óæskilegt efni með hugbúnaði frá þriðja aðila, t.d.Dan’s Guardian
 • Mac Internet Explorer vefsjáin frá Microsoft, er ekki lengur haldið við af Microsoft. Þess vegna mælum við með Apple Safari eða Mozilla Firefox vefsjám.
 • Til að fá enn aukið öryggi gegn því að utanaðkomandi aðilar noti tölvuna er gott að hafa aðgangsorð að henni. Við mælum með að farið sé í “System Preferences”, “Security” valið, og merkt við eftirfarandi; “ Require password to wake this computer from sleep or screen saver”; “Disable automatic login”; “Require password to unlock each secure system preference”; “Log out after 10 minutes of inactivity”; og “Use secure virtual memory”.
 • Til að gera tölvuþjófum erfiðara fyrir við að komast í gögnin þín eftir vélarstuld, er full ástæða til að dulkóða skrárnar þínu, sérstaklega ef þú nota iBook. Farðu í “System Preferences”, veldu “Security og “Turn on FileVault”
 • Notaðu “Secure Empty Trash” frá “Finder” valmyndinni í þeim tilgangi að henda endanlega eyddum skrám.
Leita