Beint á efni síðunnar

Vernd með góðum lykilorðum

Góð lykilorð eru erfið að geta sér til um en einföld að muna. Skiptu þeim út reglulega.

Kröfur til lykilorða

 • Nota lágmark 8 stafi
 • Nota a.m.k. 3 af 4 möguleikum um hástafi, lágstafi, tölustafi og tákn
 • Reyna að dreifa stöfunum á hnappaborðið þannig að erfiðara sé að átta sig fyrir þann sem á horfir

Eftirfarandi eru dæmi um hvernig á ekki að gera

 • Ekki stafa algeng orð afturábak óbreytt
 • Ekki nota nafnið þitt eða hluta úr nafninu
 • Ekki velja algeng/venjuleg orð, t.d. bolli, mynd, vetur o.s.frv.
 • Ekki nota óbreyttar upplýsingar er tengjast þér, svo sem símanúmer, kennitölu o.s.frv.
 • Ekki nota talna eða stafarunur eins og 123456, né takkaraðir á hnappaborðinu t.d. qwerty.

Góð ráð

 • Minnistækni gengur út á að við munum betur hluti sem við sjáum fyrir okkur í huganum en orð og setningar. Því ýktari sem hlutirnir er því betra. Ef þú ímyndar þér t.d. "þrjá risavaxa svarta hesta" má nota myndlíkinguna við að búa til og muna lykilorðið "3.Ri.Sv.He" (sleppa gæsalöppum).
 • Nota má setningu sem við munum vel, t.d. “Jafet, Sigríður og tveir kettir” gætu myndað lykilorðið “Ja,Si&2Ke”. –Reglan hér er sú að öll orðin byrja á stórum staf, komman er sett með og tölustafir eru notaðir til styttingar.
 • Önnur leið getur verið að nota tiltekið númer sem þú þekkir vel sem grunn, t.d. 1234567. Lykilorðið gæti verið “#1Tþ4Fs7”. –Hér er byrjað á númeramerki “#” og fyrsti tölustafur birtur óbreyttur, annar með hástaf og þriðji með lágstaf o.s.frv.
 • Góð lykilorð má líka fá með því að skeyta saman ímynduðum bull orðum sem þér finnst hljóma vel saman. Notaðu t.d. einhvers konar aðgreiningamerki á milli, upphafsstafina hástafi, auk þess að vera með amk. eitt tákn, t.d. “Bin-Ga-Lin-Ga!”.
 • Allra best er að nota ekki nákvæmlega sömu lykilorð á þeim vefsíðum sem þú sækir. T.d. má með aðgreiningarmerki bæta við AmZ þegar farið er inn á Amazon.com og FaB þegar farið er inn á FaceBook. Dæmi "3.Ri.Sv.He:AmZ" og "3.Ri.Sv.He:FaB"
Leita