Beint á efni síðunnar

Vernd í viðskiptum

Í viðskiptum yfir netið er afar mikilvægt að hafa vara á sér. 

Netverslun

Í netverslun þarf yfirleitt að gefa upp aðgangsorð, greiðslukortanúmer, PIN númer og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Mikilvægt er að vefsíða verslunarinnar dulkóði (Encrypt) samskiptin við þig til að koma í veg fyrir "hlerun". Kemur þá í ljós lokaður grænn eða gulur lás í vafranum og slóð sem byrjar á „https“ í stað „http“. Ef þú tvísmellir á lásinn sérðu vottun síðunnar. Þó þetta hjálpi mikið geta spilliforrit valdið usla þegar peningar eru annars vegar. Jafnvel væntanleg rafræn auðkenni eiga þá í vök að verjast. Þess vegna þarf hver og einn að gera það upp við sig hvort öllu er óhætt. 

Góð ráð

  • Kynnið ykkur upplýsingar um spilliforrit, svo og "mann í miðju" og"mann í vafra".
  • Varastu að gera viðskipti á Netinu þegar þú ert tengd(ur) heitum reit(hot spot) vegna auðveldrar hlerunar
  • Stundaðu ekki viðskipti við aðila sem dulkóða ekki samskiptin og hafa ekki gilda rafræna vottun
  • Notaðu fingrafaraskönnun þegar hún er í boði
  • Ágæt þumalputtaregla er að forðast viðskipti við aðila á Ebay sem hafa átt þar viðskipti sjaldar en 10 sinnum (feedback score) og fengið jákvæð meðmæli (positive feedback) sjaldnar en 99,7 %.
  • Við greiðslu er þokkalegt öryggi fólgið í milliliðum svo sem PayPal. Þeir miðla ekki kortanúmerinu þínu áfram til verslunarinnar.
  • Kynntu þér reglur um friðhelgi á vefsíðunni (privacy policy), þ.e. hvað fyrirtækið gerir við þær upplýsingar sem því berast.
  • Til öryggis skaltu loka vafranum eftir viðskipti. Þetta á sérstaklega við um tölvu sem margir nota.
  • Kynntu þér góð ráð um val á aðgangsorði
  • Kynntu þér góð ráð um vernd þess vafra er þú notar og stýrikerfi
Leita