Beint á efni síðunnar

Vernd gegn ruslpósti

Ruslpóstur í tölvur ber oft með sér spilliforrit eða vefslóðir sem geta valdið skaða.

Þeir sem senda ruslpóst reyna yfirleitt að hylja sig er þeir senda ruslpóst í miklu magni. Mestum hluta þess er dreift um netheiminn í gegnum laumunet (botnet), sem má sjá í myndbandinu um óboðna gesti. Sú leið auðveldar tölvuþrjótum að senda mikið magn í einu og erfitt er að rekja hann.

 

Síur gegn ruslpósti virka þokkalega vel en fyrir kemur að þær kasti meinlausum pósti burtu. Full ástæða er til að vera á varðbergi, því ýmsar leiðir eru notaðar við koma ruslpósti til skila.

Ruslpóstur tekur frá okkur tíma og það er reynt að leiða okkur á villigötur. Engin ein leið kemur alveg í veg fyrir hann. Samstillt átak stjórnvalda, framleiðenda, netþjónustufyrirtækja og neytenda er eina vopnið í dag.

Góð ráð

  • Notaðu öfluga síu gegn ruslpósti
  • Gefðu ekki netfangið þitt upp við ókunnuga og fólk sem þú treystir ekki
  • Gott er að vera með eitt netfang fyrir þá sem þú treystir og annað sem þú getur hæglega eytt ef ruslpóstur fer að angra þig
  • Betra er að eyða ruslpósti en senda svar til að frábiðja sér hann, sem gerir oft illt verra
  • Kynntu þér hvort persónuvernd sé virt á þeim heimasíðum þar sem þú gefur upp netfangið þitt
  • Kvartaðu til Persónuverndar eða Póst- og fjarskiptastofnunar yfir fyrirtækjum og öðrum sem senda ruslpóst
Leita