Beint á efni síðunnar

Vernd gegn óæskilegu efni

Verndaðu þig og þína gegn óæskilegu efni

Margar leiðir eru til staðar við að skiptast á og sækja rafrænt efni á Netið, svo sem gegnum jafninganet, vafra, MSN o.fl.

Efni sótt á jafningjaneti (Peer-to-Peer networking)

Jafningjanet gera notendum kleift að skiptast milliliðalaust á stafrænu efni sín á milli, t.d. með BitTorrent jafningaforriti. Oft eru tölvur í jafninganeti notaðar sem gagnageymsla fyrir aðra á sama neti. Mörg jafningjaforrit eru þannig gerð að sóttar skrár komast auðveldlega gegnum eldveggi og þann möguleika geta tölvuþrjótar nýtt sér. Spilliforrit þrífast í sumu sóttu efni á þennan hátt.

Góð ráð
 • Kannaðu vel kosti og galla þess jafningjaforrits sem þú hefur áhuga á
 • Yfirfarðu vel allar stillingar þegar þú hefur sett það inn
 • Í vinnslu, kannaðu hvaða gögn fara frá þér, hraða þeirra og magn.
 • Takmarkaðu hugsanlega flutningshraða þeirra gagna sem sótt eru til þín
 • Jafningjaforrit vinna sum bakvið tjöldin þótt virðist slökkt á þeim
 • Leitastu við að sækja rafrænt efni og hugbúnað frá viðurkenndum aðilum


Efnissíur

Almenn ritskoðun tíðkast ekki á Netinu og því er undir hverjum og einum komið hvernig eða hvort verjast skuli efni sem viðkomandi telur óæskilegt.

Góð ráð

 • Sammerkt með öllum vefsíum er að ritskoðun þeirra er ekki fullkomin
 • Internet Explorer vafri hefur yfir að ráða efnisráðgjafa (Content Advisor - Verkfæri> Tæki> Efni> Efnisráðgjafi) – Kynntu þér hann og virkjaðu ef svo ber undir.
 • Nokkrir netþjónustuaðilar geta síað óæskilegar vefsíður fyrir viðskiptavini sína. Dæmi um slíkt er Netvari Símans.
 • Í Microsoft Live Essentials pakkanum er ókeypis hugbúnaður, svokallaður Family Safety sem er gott að nota. Ennfremur er hægt að kaupa vefsíur af ýmsu tagi frá fjölda aðila. 
 • Vefsía ritskoðar almennt ekki efni sem er sótt á annan hátt, t.d. með jafningjaforriti.
Leita