Beint á efni síðunnar

Vernd fyrir börnin

Á Netinu standa börnin frammi fyrir nýjum hættum og þurfa því sérstaka vernd. Oft ná þau betri leikni við tölvur en foreldrar þeirra. En þau hafa ekki þroska og vit til að hafa stjórn á öllum þeim aðstæðum sem þau geta lent í.

Barnaníðingar nota oft spjallrásir og tölvupóst til að nálgast börn og unglinga. Slíkt hefur leitt af sér hörmulega atburði.

Einelti á Netinu er talsvert vandamál og getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. Slíkt áreiti fer fram alls staðar þar sem fólk hefur samskipti sín á milli á netinu.

Góð ráð
  • Bendið börnunum á myndbandið um "The Stevens Family"
  • Kenndu barninu góðar umgengisvenjur á Netinu og kurteisi. Þá eykst skilningur þess fyrir lífstíð hvað má og hvað ekki, svo sem að leggja ekki aðra í einelti og segja eitthvað sem særir aðra. Kynntu þér vef SAFT verkefnisins hjá Heimili og skóla.
  • Staðsettu tölvu barnsins þar sem annað fólk á heimilinu gengur um. Settu skýrar reglur, svo sem tímamörk og hvaða vefsíður þau mega fara inn á.
  • Notið vefsíur og stjórnun til að minnka hættuna á óæskilegu efni. Í þessum tilgangi má sækja ókeypis svokallað Microsoft Live Essentials sem er safn ágætra forritra, m.a. Family Safety sem er sía og stjórnun gegn óæskilegu efni. Sífellt bjóðast fleiri möguleikar af þessu tagi. Kynnið ykkur hvað er í boði t.d. með einfaldri leit á netinu.
  • Saga (History) vafrans sýnir hvaða vefsíður hafa verið skoðaðar (er auðvelt að eyða)
  • Láttu spjallforrit tölvunnar skrá niður öll samtöl og brýndu fyrir börnunum að ræða við ykkur foreldra sína, ef þau verða fyrir óþægilegri reynslu á Netinu. Ennfremur brýnið fyrir þeim að hleypa ekki ókunnugum inn á spjallrásina sína. Þeir segi kannski ekki satt um hverjir þeir séu. Hættulegt sé að gefa upplýsingar um sjálfan sig, svo sem nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, mynd eða um skólann sinn. Enn hættulegra er að hitta ókunnuga sem þau hafa kynnst á Netinu. Ef þig grunar að barnaníðingur sé að reyna að nálgast barnið þitt skaltu hafa samband við lögreglu. Hægt er að tilkynna ólöglegt efni á netinu í gegn um vefsíðu Barnaheilla
  • Eineltisskilaboðum á ekki að svara. Kynntu þér aðferðir við að loka á þá einstaklinga sem senda slíkt og ræddu við skólayfirvöld og/eða lögreglu. Kynntu þér efni um einelti, t.d. á vefsíðu SAFT


 
Ábendingarhnappur. Tilkynna um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu
Leita