Beint á efni síðunnar

Traustir netþjónar

Netþjónar þurf sérstaka vernd og umsjón

Netþjónar eru grunnur netkerfisins, og öryggið ætti að endurspegla það

Vernd netþjóna gegn skemmdum og þjófnaði
 • Staðsettu netþjóna í læstu rými
 • Ef mögulegt er skaltu læsa skápum sem hýsa netþjóna
 • Sama gildir um netskipta og netbeina
 • Vaktaðu tækjarými og takmarkaðu aðgang að því
 • Gerðu ráðstafanir gegn eldsvoða, vatnsleka og þjófnað

 

Öryggisráðstafanir fyrir netþjóna
 • Rekstur netþjóna krefst tæknikunnáttu. Hugleiddu að ráða sérfræðing á því sviði, eða úthýsa rekstri þeirra.
 • Takmarkaðu fjölda þeirra sem fá uppgefið lykilorð stjórnanda netþjónsins
 • Netþjóna með Microsoft stýrikerfi er ágætt að láta keyra Microsoft Baseline Security Analyser, er veitir ráðleggingar um öryggismál
 • Eldveggir eru netþjónum nauðsynlegir, á sama hátt og hefðbundnum tölvum. Sama gildir um veiruvarnir. Mikilvægt er að uppfæra hvorttveggja reglulega
 • Ekki nota netþjón sem vinnustöð fyrir starfsmann
 • Fylgstu með skýrslugjöf netþjónsins, svo sem öryggisdagbókum (security logs) og fylgstu með breytingum og óreglulegu munstri.
 • Sjáðu til þess að kæling sé í tækjarými
 • Tryggðu að hægt sé að ná í tæknimenn netþjóna með skömmum fyrirvara
 • Meðhöndlaðu afrit af netþjóninum í samræmi við það að þau geyma öll gögn hans. Sjáðu til þess að afritin séu geymd á öruggum stað og eingöngu aðgengileg þeim sem hafa sérstaka heimild.
Notaðu réttan vélbúnað

Þó hefðbundin borðtölva geti keyrt stýrikerfi fyrir netþjón borgar sig að fjárfesta í áreiðanlegum búnaði , sem þolir vel álag. Við mælum með:

 • RAID margdiskastæðu sem keyrir óhindruð þótt einn diskur bili. Bilaða disknum er hægt að smokra út úr stæðunni og setja annan í staðinn.
 • Tvöfaldan aflgjafa og tvöfalt viftukerfi
 • Keyptu netþjón sem er smíðaður sem slíkur, og rekstraröryggið verður betra
 • Æskilegt er að hægt sé að læsa sjálfum netþjóninum á þann hátt að ekki sé hægt að opna hlífina utan um hann.
 • Veltu fyrir þér að kaupa sérhannaðan eldvegg að auki við þann sem er uppsettur í netþjóninum eða á borðtölvum.
Leita