Beint á efni síðunnar

Traust netverslun

Hvað ber að forðast þegar viðskiptin eru sett á Netið

Netverslun veitir fyrirtæki þínu töluverða hagræðingu, en aðeins ef þú kemur í veg fyrir að netverslunin verði fórnarlamb fjársvika, bakreikninga og annars konar vandamála sem stundum fylgja.

Áhætta
 • Prettir í netviðskiptum geta orsakað tap á sölutekjum og bakreikninga vegna kredikorta.
 • Óheimill aðgangur að gögnum netverslunarinna, svo sem stuldur á upplýsingum um viðskiptamenn, þ.m.t. kortanúmer o.fl.
 • Truflun á starfsemi með netárás sem skerðir þjónustgetu verslunarinnar (denial of service attacks). Á þann hátt geta skemmdarvargar og glæpamenn reynt að trufla starfsemina t.d. í fjárkúgunartilgangi.
 • Skaði á ímynd fyrirtækisins í kjölfar þess að óprúttnir aðilar nýta sér tæknilega veikleika netverslunar.
Forðastu fjársvik og bakreikninga

Vertu vakandi fyrir ummerkjum um vafasama pöntun:

 • Óskað er eftir dýrustu og bestu flutningsleið fyrir vöruna
 • Dýrasta varan er pöntuð eða vara í óvenju miklu magni
 • Viðkomandi notar ókeypis vefpóstföng, t.d. frá Hotmail
 • Ósamræmi er í heimilisfangi á kreditkorti og þess sem varan á að sendast til
 • Beðið um að sent sé á hefðbundið pósthólf
 • Alþjóðlegar pantanir
 • Óvenjulegt pöntunarmynstur, t.d. pantað um miðja nótt eða nokkrar pantanir berast hratt hver á eftir annarri.
 • Ef þig grunar misferli geturðu gert eftirfarandi
  • Hringt í kaupandann og óskað eftir að tala við þann sem er skráður fyrir kreditkortinu. Hljóma þeir trúverðugir?
  • Beðið um að bakhluti kortsins sé sendur í faxi, eða annars konar sönnun á nafni og heimilisfangi viðkomandi.
  • Aðgættu grunsamlegar kortaupplýsingar hjá kortafyrirtækjum, berðu t.d. saman hvort heimilisfang, öryggisnúmer og póstnúmer stemmi.
 • Gerðu ráðstafanir til að vernda sjálfan þig gegn fjárglæpum:
  • Hugleiddu hvort rétt sé að senda vöru eingöngu á þau heimilsföng sem kortahafi er skráður fyrir
  • Ef í hlut á annað fyrirtæki, kannaðu kortaupplýsingar í upphafi nýrra viðskipta
  • Hugleiddu að innleiða hugbúnað er sönnunarfærir kortagögn
  • Færðu þér í nyt öryggishugbúnað greiðsluþjónustu
  • Biddu um öryggisnúmer aftan á kredikortum (þrír tölustafir) og sannreyndu þau.

Verndaðu vefsíðu fyrirtækisins

Gerðu viðskiptavefsíðu fyrirtækisins örugga. Ef þú rekur þinn eigin vefþjón, í stað þess að fá vefpláss hjá netþjónustu, er mjög mikilvægt að tryggja að bæði vél- og hugbúnaður vefþjónsins séu sem áreiðanlegastir og öruggastir:

 • Notaðu nýjustu útgáfur af vefviðskiptaforritum á vefþjóninum. Eldri útgáfur geta innhaldið galla sem tölvuþrjótar geta fært sér í nyt.
 • Notaðu öflug aðgangsorð í öllum þáttum þjónustukerfisins. Aldrei nota upprunalegu aðgangsorðin sem komu með nýjum hug- og vélbúnaði.
 • Notaðu veiruvörn og virkan og góðan eldvegg
 • Fylgstu reglulega með dagbókarskrám úr kerfinu, til að koma auga á innbrotstilraunir o.fl.
 • Geymdu aldrei persónuupplýsingar viðskiptamanna eða kreditkortaupplýsingar á sjálfum vefþjóninum
 • Passaðu vel upp á upplýsingar sem eru notaðar við innleiðingu á SSL dulkóðun
 • Fáðu utanaðkomandi fyrirtæki sem sér um öryggsprófanir til að prófa varnirnar á vefþjóninum.

Sala gegnum uppboðssíður

Mörg fyrirtæki nota uppboðssíður fyrir viðskipti sín. Þar eru hættur svipaðar þeim hættum sem blasa við þegar fyrirtækið er með eigin viðskiptavef. Helsti munurinn er í umfangi viðskiptanna. Fylgja má eftirfarandi ráðum:

 • Ekki senda vöru fyrr en þú er fullkomlega sannfærður um að greiðsla fáist
 • Láttu hrekkjalóma ekki koma þér í opna skjöldu. Ef eitthvað hljómar of vel til að vera satt, þá er það líklega ekki satt
 • Ef þú selur á útlendum þjónustusíðum, svo sem eBay, notfærðu þér tól sem setja kaupendum ákveðin skilyrði, t.d. útloka kaupendur í vissum löndum eða kaupendur sem eru með neikvæð meðmæli annara seljenda.
 • Veldur úr og þjálfaðu þá starfsmenn sem sjá um netpantanir
 • Fáðu hugsanlega faglega ráðgjöf. Verslun krefst mikils undirbúnings. Á markaðnum eru ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfa sig í aðstoð við þá sem eru að byrja í slíkrum rekstri.

Byggðu upp traust

Traust er uppistaðan í árangursríkri netverslun. Hægt er að byggja upp traust á eftirfarandi hátt:

 • Nákvæm innihaldslýsing vöru
 • Skýr stefna varðandi vöruskil og ábyrgðir
 • Með veitingu góðar þjónustu, ef eitthvað fer úrskeiðis
 • Með fullnægjandi upplýsingum um fyrirtæki þitt, þ.m.t. símanúmer og heimilisfang
 • Með traustvekjandi greiðsluleiðum
Leita