Beint á efni síðunnar

Réttir stuðningsaðilar

Hvernig velja skal ráðgjafa og stuðningaðila (viðgerðir og netþjónusta)

Rekstur lítilla fyrirtækja er oft tímafrekt starf. Sterk rök eru fyrir því að fá sérfræðinga í tölvumálum til aðstoðar, í stað þess að gera sjálfur ranga hluti í öryggismálum tölvumála og eyða um leið dýrmætum tíma í að kynna sér tæknina.

Hvar skal byrja?
 • Kynntu þér hvar aðrir í svipaðri stöðu fá ráðgjafar- og stuðningsþjónustu
 • Leitaðu að “tölvuþjónustu” í símaskránni
 • Leitaðu að sérfræðingum sem eru með vottun frá framleiðendum.

Við mat á ráðgjafar- og stuðningaðila, skoðaðu...

 • Reynslu þeirra
 • Hvort aðilinn geti sinnt þjónustu áfram, þótt fyrirtæki þitt vaxi eða forsendur breytast
 • Hvort þeir hafi sérþekkingu á vél- og hugbúnaði sem er í notkun í þínu fyrirtæki
 • Hæfni þeirra og menntun á viðkomandi sviði
 • Meðmælendur og umsagnir
 • Hvort þeir hafi innsýn inn í hvorttveggja tækni og fyrirtækjarekstur
 • Hvort þeir geti útskýrt fyrir þér flókið tæknimál á einfaldan hátt
 • Hvor þeir hafi styrk og fjárhagslega getu til að uppfylla væntingar þínar
Hvað skal koma fram í samningi við stuðningsaðila?

Mikilvægt er að gera skýran þjónustusamning sem tiltekur m.a. eftirfarandi:

 • Nákvæmlega hvaða þjónustu ætlast er til þeir veita þér og hvað er ætlast til að þú gerir sjálfur
 • Tímaáætlun fyrir hvert og eitt verkefni sem þeir munu taka að sér. (T.d. hversu lengi þeir áætla að taki gangsetja nýjan netþjón).
 • Samning um þjónustugæði, t.d. hversu snögglega þeir bregðast við útkalli
 • Hvaða þjónustu má reikna með að þjónustuaðilinn veiti, eftir að búnaðarkaup hafa verið gerð
 • Æskilegast er að fá sundurliðun á hverju verkefni sem þeir munu leysa fyrir þig
 • Skýr kostnaðargreining og -áætlun, hvort sem þið hafið samið um fast gjald eða mánaðargjald.
 • Hvort virðisaukaskattur sé innifalinn
Leita