Beint á efni síðunnar

Mikilvægi dulkóðunar

Dulkóðun gagna veitir meiri tryggingu

Dulkóðun tölvupósts og gagnaskráa þýðir að eingöngu starfsmenn með heimild fá aðgang að þeim og tryggir öryggi.

Hvað er dulkóðun?

Dulkóðun er breyting á upplýsingum með kóðum sem gera erfiðara fyrir utanaðkomandi án heimildar að lesa þær. Hægt er að dulkóða einstakar gagnaskrár, tölvupóst og jafnvel heila harða diska. Í vöx færist að framleiðendur harðra diska, setji í þá innbyggða dulkóðunarvörn við framleiðslu.

Við dulkóðun tölvupósts, er meiri trygging fyrir því að sendandinn sé í raun sá sem hann segist vera, og að ekki sé búið að breyta honum á leið til viðtakanda.

Dulkóðun er líka notuð í viðskiptum á Netinu, til að auka öryggi þráðlausra netkerfa og í fjarvinnslu.

Dulkóðun er hægt að gera á mismunandi hátt. Öflug dulkóðun kemur því til leiðar að erfiðara er fyrir tölvuþrjóta og leysa dulkóðann með hjálp tölva. Því öflugri sem dulkóðunin er, því erfiðara er að leysa hann. Dulkóðun í sinni einföldustu mynd er tiltölulega auðvelt að leysa með réttum hugbúnaði. Þumalputtareglan er að öflugri dulkóðun krefst fleiri bita, þ.e.a.s. 128-bita dulkóðun er öflugri en 64-bita.

Innleiðing dulkóðunar

Innleiðing dulkóðunar í tölvupósti og gagnaskrám krefst bæði tíma og kunnáttu. Á markaðnum má fá hug- eða vélbúnað sem er sérstaklega ætlað að dulkóða gögn. Slíkan búnað er frekar auðvelt að vinna með, en kunnáttan þarf að vera til staðar. Opinn hugbúnaður krefst yfirleitt meiri yfirlegu en á móti kemur að hann kostar ekkert. Hvað sem öðru líður er dulkóðun ein besta leiðin við að vernda tölvugögn.

Dulkóðun

Við val á búnaði þarf að taka til aðstæðna. Hægt er að fá margskonar tæki og tól til að dulkóða gögn. Kynnið ykkur málin áður en búnaður er keyptur.


Leita