Beint á efni síðunnar

Fjárglæfrastarfsemi

Á sama hátt og einstaklingar, geta fyrirtæki orðið fyrir barðinu á stuldi á persónuupplýsingum og á fjárglæfrastarfsemi.

Dæmi um fjárglæfrastarfsemi
 • Óprúttnir starfsmenn gætu nýtt sér fjármuni fyrirtækisins í eigin þágu. Sem dæmi má nefna pöntun á einkavarningi eða panta of mikið í einu og fá í staðinn einkaþóknum frá vörusala.
 • Fjársvikarar gætu stofnað viðskiptareikning í nafni fyrirtækis þíns og tekið á móti pöntunum fyrir vöru sem er ekki til. Það kæmi hugsanlega í þinn hlut að leysa úr málunum.
 • Glæpamenn gætu brotist inn á vefsíðu fyrirtækisins og beint pöntunum inn á sinn eigin vefþjón.
 • Þeir gætu villt á sér heimildir og þóst vera stjórnendur fyrirtækisins með tilheyrandi breytingu á heimilisfangi.
 • Þeir gætu gramsað í ruslakörfum fyrirtækisins, í von um að finna gögn um starfsmenn, bankareikninga og aðrar viðkvæmar upplýsingar
 • Þeir gætu pantað vöru frá sölusíðu á Internetinu með stolnu krítarkorti eða gegnum síma og gefið upp bankareikning sem virðist vera frá alvöru fyrirtæki. Þú sætir uppi með reikning fyrir vörunni og flutningi hennar.
 • Hrekkir og vefveiðitálbeita þar sem grandvarleysi starfsmanna er notað til að veita viðkomandi upplýsingar um netbanka fyrirtækisins.
 • Glæpamenn skrá lén sem svipar til nafnsins á virtum fyrirtækjum, vitandi að notendur slá stundum inn röng lénanöfn og eru leiddir inn á falsvef.
 • Glæpamenn geta þóst vera viðgerðarmenn eða hreinsitæknar og stela vegabréfum, aðgangsorðum og einkaupplýsingum.
Verndaðu viðskiptin
 • Kynntu þér varúðarráðstafanir gegn Netsvindli og fjársvikum í viðskiptum á Internetinu og gegn auðkennisþjófnaði.
 • Kynntu áhættuna fyrir starfsmönnum fyrirtækisins
 • Kannaðu regluglega öryggisskýrslur um vefsíðu fyrirtækisins, póstkerfi og innra netkerfi.
 • Berðu vandvirknislega saman bankayfirlit og úttektir á krítarkortum fyrirtækisins
 • Auðveldaðu starfsmönnum, viðskiptavinum og birgjum að tilkynna um óvenjuleg frávik, t.d. með sendingu skilaboða frá vefsíðu fyrirtækisins
 • Fylgstu með skráningu nýrra léna sem svipar til nafns þess léns sem fyrirtækið notar. Hugleiddu hvort rétt sé að skrá slík lén á þitt eigið fyrirtæki, til að koma í veg fyrir að rangritun sé misnotuð.
 • Settu viðkvæm pappírsgögn í pappírstætara áður en þeim er fargað
 • Gerðu leiðbeiningar og ferlastýringar sem tiltaka hvaða starfsmenn mega stunda netviðskipti í nafni fyrirtækisins. Notaðu fastmótað innkaupakerfi í þeim tilgangi að forðast óþarfa pantanir.
 • Kynntu þér bakgrunn nýrra starfsmanna
 • Fáðu staðfestingu á áreiðanleika nýrra viðskiptavina hjá kortafyrirtækjum. Kynntu þér tengiliði þeirra með símtali og settu ákveðin skilyrði um úttekt.
 • Við viðskiptasölu á Internetinu er æskilegt að fullvissa sig um áreiðanleika viðkomandi viðskiptamanns með þar til gerðri kortaöryggisþjónustu, t.d. hvort uppgefið heimilisfang sé rétt, hvort öryggisnúmer sé rétt og hvort kortanúmer tilheyri viðkomandi viðskiptavini. Slíka þjónustu veita nokkrir aðilar á markaðnum.
 • Hugleiddu hvort rétt sé að skjalavista ritaraskrár, til að koma í veg fyrir hvers konar auðkennisþjófnað.
Leita