Beint á efni síðunnar

Almennt öryggi

Komdu í veg fyrir að þjófar valdi tjóni

Þjófar laðast að fyrirtækjum og nauðsynlegt er að gera ráðstafanir til verndar skrifstofum og örðrum starfssvæðum

Gerðu starfssvæðið öruggt

Gerðu starfsvæðið öruggt á þann hátt að þjófar komist ekki inn. Farðu yfir:

 • Lása
 • Sjálflæsandi hurðir
 • Gluggalæsingar
 • Læsanlegar hurðir milli skrifsstofu herbergja.
 • Öryggisgluggatjöld eða gluggahlera..
 • Viðvaranir. Tryggðu að sérhver starfsmaður hafi til umráða sérstakan öryggiskóða

Verndaðu netþjóninn

 • Geymdu netþjóna í læstum rýmum með aðgangsstýringu
 • Hver og einn netþjónn ætti að vera læstur með sérstökum lykli, til að koma í veg fyrir aðgengi að þeim
 • Aðgengi að netskiptum (switch) ætti að vernda, til að koma í veg fyrir að óviðkomandi geti stjórnað tengihliðum þeirra
 • Aftengdu ónauðsynleg veggtengi, sem veita aðgengi að netkerfi fyrirtækisins
 • Gerðu ráðstafanir gegn eldsvoða, vatnsleka og þjófnaði

Verndaðu pappírsgögn

 • Notaðu læsta skjalaskápa
 • Notaðu pappírstætara fyrir viðkæm gögn, áður en þeim er hent
 • Mótaðu stefnu um að ekkert sé skilið eftir á glámbekk, þannig að starfsmenn læsi inni í skápum viðkvæm gögn, þegar ekki eru unnið með þau.
 • Hvettu starfsmenn til að sækja ávallt strax pappírsgögn í útprentum, frá faxsendingum og í ljósritun.

Hafðu auga með gestum

 • Ekki hleypa gestum eftirlitslausum inn á öryggissvæði
 • Hafðu auga með verktökum, ræstingafólki og öðrum sem þjónusta fyrirtækið
 • Takmarkaðu aðgengi að viðkvæmum svæðum, t.d. tölvurýmum
 • Brýna þarf fyrir starfsmönnum að tala við ókunnuga sem eru án fylgdar á öruggum svæðum og spyrjast fyrir um ferðir þeirra

Önnur ráð

 • Varastu að umbúðir undan nýjum tölvum séu ekki á áberandi stað: slíkt getur gefið innbrotsþjófum til kynna að nýjar tölvur séu komar í fyrirtækið
 • Merktu tölvur og jaðartæki þeirra
 • Skráðu raðnúmer tölvanna, svo meiri líkindi séu til að hægt sé að greina þær aftur ef þær fara á svartamarkaðinn eftir stuld.
 • Veltu fyrir þér hvort rétt er að setja öryggiskeðju við tölvurnar
 • Geymdu öryggisafrit úti í bæ, t.d. í bankahólfi
Leita