Beint á efni síðunnar

Verndaðu farsímann

Netnotkun í farsímum hefur aukist mjög með aukinni útbreiðslu snjallsíma og spjaldtölva. Í dag fer fólk um allt með fartölvur sínar, snjallsíma og spjaldtölvur og hægt er að tengjast internetinu nánast hvar sem er.

Öryggi í netnotkun - mikilvægt er að huga að eftirfarandi:

 • 3G/4G tenging er öruggari en opið þráðlaust net, svokallaður heitur reitur.  Hafa ber þó í huga að ýmsar vefsíður geta verið vafasamar og borið með sér ógnir af ýmsum toga.  Snjallsímar og sumar spjaldtölvur hafa innbyggða 3G tengimöguleika.  Fartölvur og spjaldtölvur geta tengst 3G netum með netlyklum eða annars konar 3G tengitækjum. Eldri símar notast margir við GPRS eða EDGE nettengingar sem hafa svipað öryggi og 3G en eru miklu hægari.
 • Þráðlaus staðarnet heima eða í vinnu hafa oftast einhverjar varnir. Þær eru þó mismiklar.  Sjá umfjöllun um þráðlaus staðarnet hér á vefnum.
 • Opin þráðlaus net svo sem á kaffihúsum eða öðrum opnum svæðum geta verið þægileg en varasöm. Sjá umfjöllun um "heita reiti" hér á vefnum.
 • Bluetooth tengingar (Blátönn) ætti að nota með varúð þar sem margir eru nálægt. Sjá umfjöllun um bluetooth tengingar hér á vefnum.

 

Almennt öryggi farsíma, fartölva og spjaldtölva.

Hefðbundnar hættur varðandi farsíma eru meðal annars þær að síminn tapast, honum er stolið, einkasímaskrá tapast, eða óheimil notkun á símanum. Nýjustu tegundir farsíma, snjallsímarnir eru í raun orðnir öflugar fartölvur og nauðsynlegt að viðhafa sömu öryggisviðmið þar og í annarri tölvu- og netnotkun svo sem fartölvu- eða spjaldtölvunotkun.

Mikilvægt að hafa í huga:

 • Læsa símanum með lykilorði eða PIN númeri. Sjá umfjöllun um góð lykilorð hér á vefnum.
 • Að viðskipti yfir netið séu með öruggum hætti
 • Lán á símtæki getur haft afleiðingar í för með sér
 • Vera vakandi fyrir því hvaða vefsíður eru heimsóttar og hvaða efni þú halar niður
 • Allir farsímar bera svokallað IMEI númer sem er yfirleitt skráð fyrir innan rafhlöðuna. Símafyrirtækin þekkja þetta númer og geta notað það til að loka á stolinn síma. Ef símanum er stolið skaltu tilkynna stuldinn strax þess símafélags sem þú ert í viðskiptum við.
 • Ekki geyma viðkvæmar upplýsingar á aukaminniskorti
 • Nota örugg samskipti eins og hægt er

Óværa í símum
Auknir tengimöguleikar - auknar hættur

Óværum eða spilliforritum í símum fjölgar stöðugt með aukinni útbreiðslu snjallsíma og geta valdið tjóni nái þær fótfestu. Flestar þeirra komast í símana sem viðbótarforrit (Apps) sem þykjast vera annað en þau eru og notandinn setur grunlaus inn í símann sinn. Það er því mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvaða viðbótarforrit eru sett inn í símann og setja ekki inn slík forrit af ótraustum vefsíðum.

Góð ráð

 • Nýttu þér öryggisstillingar fyrir blátennur
 • Hafðu aðgát við niðurhal forrita frá ótraustum vefsíðum
 • Kannaðu hvort til séu veiruvarnir fyrir símann þinn
 • Kynntu þér umfjöllun um spilliforrit hér á vefnum
Leita