Beint á efni síðunnar

Heitur reitur (hot spot)

Heitur reitur er opið þráðlaust net sem er ætlað til almenningsnota, t.d. á kaffihúsi. Mikilvægt er að þjónustuveita sem rekur heitan reit skrái niður hver viðskiptavinurinn er á hverjum tíma og hvaða IP númer honum er úthlutað. Annars næst ekki að rekja umferð til viðskiptavina. Þetta vita skúrkar vel og sækjast á slíka staði.  Alla jafna er öryggi á heitum reitum frekar ótryggt og ástæða til að vera á varðbergi.

Góð ráð
  • Ef þú ert ekki viss um öryggið, ekki nota heimabanka eða aðra slíka viðkvæma netþjónustu á heitum reitum.
  • Notaðu örugg samskipti (t.d. HTTPS, TLS/SSL). Það er auðvelt að hlera samskipti á heitum reitum.
  • Gerðu eldvegginn í tölvunni þinni (eða símanum) virkan fyrir þráðlausa netkortið. Ef hann er rétt stilltur ver hann vélina gegn innbrotum annarra notenda heita reitsins. 
  • Dveldu ekki óþarflega lengi á heitum reit.
Leita