Beint á efni síðunnar

Blátönn (Bluetooth)

Auknir tengimöguleikar - nýjar hættur

Blátönn er þráðlaust netkerfi með frekar skammri drægni. Hún gerir farsímum, tölvum og heyrnartólum kleift að tengjast sín á milli sem pör, t.d. heyrnartól sem tengt er þráðlaust við farsímann gegnum blátönn. Önnur vaxandi notkun er búnaður í bifreiðum, sem gerir símnotendum kleift að nota farsímann alfarið handfrjálst og þráðlaust gegnum blátönn. Hætta er á misnotkun blátannartækninnar og er mikilvægt að búnaðurinn sé stilltur með tilliti til öryggis. Eftirfarandi áhætta getur verið til staðar við notkun á blátönn:

 • Óheimill aðgangur að einkagögnum í símanum, svo sem símaskrá og geymdum SMS skeytum
 • Óheimil notkun tengingar símans við Netið
 • Hlerun símtala ef samskiptin eru ekki dulkóðuð
 • Óheimil notkun á farsímanum þínum
 • Símaveirur þótt fáséðar séu, geta borist þessa leiðina
Góð ráð
 • Gerðu þá blátönn óvirka (Bluetooth off), sem ekki er notuð yfirleitt
 • Við notkun á blátönn, er æskilegt að loka á að hægt sé að leita hana uppi (Phone's Visibility Off)
 • Myndaðu traust samband milli blátannarbúnaðar með pörun (Pairing). Forðastu að para tæki í upphafi, á svæði þar sem hætta er á að aðrir geti “hlerað” samskiptin
 • Veldu örugg samskipti (Secure mode) sem virkir m.a. dulkóðun sem vinnur gegn hlerun. Dulkóðun er breyting á samskiptagögnum með kóðum, sem gera erfiðara fyrir utanaðkomandi án heimildar að hlusta á samskiptin.
 • Best er að takmarka samskipti einvörðungu við pöruð tæki (My Devices), þ.e. loka á samskipti við öll önnur tæki.
 • Ekki taka á móti skrám frá óþekktum aðilum eða búnaði með blátönn
 • Ef farsíma er stolið sem er með blátönn virka, eyddu þá pörunnar stillingum úr öðrum tækjum sem hafa verið pöruð við stolna símann, til að koma í veg fyrir að þjófurinn reyni að nýta sér blátönn þeirra tækja.
 • Kannaðu hvort hægt er að fá endurbætur hugbúnaðar fyrir eldri farsíma
Leita