Beint á efni síðunnar

  • Ein algengasta þjónustan á Netinu er póstþjónusta og eru póstföngin á forminu auðkenni@len.is. Nafnaþjónn gefur póstþjóni sendanda upp IP-númer móttakanda og er hann sendur af stað þangað. Póstþjónn á ákvörðunarstað les auðkenni móttakanda og flytur hann í pósthólf viðkomandi einstaklings.
  • Vefpóstur er einfaldur og virkar þannig að pósturinn er aldrei sóttur á póstþjóninn og færður inn í tölvuna, heldur er hann eingöngu skoðaður með vafra (web browser). Fylgiskjölum má aftur á móti hlaða niður gegnum vafrann og þau þarf að veiruskoða. Huga þarf reglulega að geymsluplássi póstþjóns.
  • Tölvupóstbiðlarar nota þrenns konar IP samskiptaaðferðir við að flytja póst; POP3 og IMAP flytur póst inn á tölvuna en SMTP sendir frá henni. POP3 sækir blint allan póst til póstþjónsins og sparar geymslupláss þar. IMAP gerir notanda kleift að skoða póstfang sendandans (sender address) og málefnisyfirlit (subject) og ákveða síðan hvort hann sækir tiltekinn póst. Við innsetningu biðlarans þarf að ákveða hvaða aðferðir á að nota og setja inn IP númer þess póstþjón sem þjónar hverri fyrir sig.
Leita