Beint á efni síðunnar

Nöfn á vélum og þjónustu

  • Almennt slá notendur ekki inn IP-númerin þegar þeir tengjast öðrum notendum eða tiltekinni IP-samskiptaþjónustu á netinu, heldur nota þeir nöfn til einföldunar.
  • Netbeinar (Routers) Netsins vinna eingöngu með IP-númer. Þau þurfa að vera þekkt áður en gögn eru send af stað gegnum netið.
  • Tölvur fá IP-númer uppgefin hjá nafnaþjónum léna (DNS Servers). Þetta er sambærilegt við að leita að símanúmeri í símaskrá áður en hringt er.
  • Í grófum dráttum er flest IP-samskiptaþjónusta veitt í gegnum svokölluð tenginúmer (port number), t.d. er 80 helsta tenginúmerið fyrir veraldarvefinn og nafnið er www.
Leita