Beint á efni síðunnar

Lén

  • Lén (Domain) eru svæðisnöfn sem tilheyra skráðum IP-númerum, vélanöfn og veitt IP-samskiptaþjónusta í viðkomandi léni.
  • Ending lénanna vísar á hvers konar lén er um að ræða, s.s. alþjóðlegu endingarnar .biz, .com, .info, .name, .net .org og .pro.
  • Aftur á móti eru .jp, .dk, .se og .is. dæmi um endingar landsléna.
  • Æðsta vald í úthlutun lénanafna á Netinu liggur hjá ICANN (Internet Corporation for Assigned Names and Numbers), en svæðisbundnum samtökum er falin umsjón með skráningaraðilum innan hvers lands á svæðinu.
  • Hverju landi er úthlutað landsléni og Ísland hefur endinguna .is. Skráning og úthlutun léna undir landsléninu .is er í höndum Internet á Íslandi hf, ISNIC. Reglur um úthlutun er að finna á vefsíðu ISNIC. Allir innlendir lögaðilar sem skráðir eru í fyrirtækjaskrá eða þjóðskrá með kennitölu og nafni geta sótt um lén, eitt eða fleiri. Rétthafi léns ber ábyrgð á því að greiða fast fjald fyrir lénið. Það getur verið hagkvæmara fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki að fá netfang í léni þjónustuveitanda.
Leita