Beint á efni síðunnar

Vegna slæmrar netþjónustu

Eftirlits- og ábyrgðaraðilar sem almenningur getur leitað til vegna slæmrar netþjónustu

  • Notendum sem vilja kvarta vegna netþjónustu ber að snúa sér til þjónustuveitanda.
  • Telji þeir að netþjónusta hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða gegn skilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða í rekstrarleyfi er hægt að beina kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar.
  • Stofnunin skal leita álits þjónustuveitanda og jafnframt freista þess að jafna ágreining á skjótan hátt. Náist ekki samkomulag skal skera úr um ágreining með ákvörðun.
  • Ákvarðanir PFS má kæra til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Kæra skal berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að ákvörðun stofnunarinnar liggur fyrir.
Leita